Spegla


Til að búa til speglað afrit af einu formi, mörgum formum eða af hópi forma þá er einfaldlega valið úr líkanatrénu. Velja skal speglunarverkfærið og síðan planið eða flötinn þar sem á að spegla flötinn.

 

Sammiðja líkansins

Einnig er hægt að spegla allt líkanatréð með því að velja líkanaheitið efst á líkanatrénu og síðan að velja speglunaraðgerðina. Þetta er öruggara en að spegla öllum þáttum því að aðgerðin speglar alla þætti líkanatrésins sem þarf að nota til að búa til speglunarrúmfræðina.
 

Háð eða sjálfstætt

Tvö ólík tákn, samanber að ofan, eru notuð í líkanatrénu þegar atriði eru spegluð.  

Ferlið Dashboard Options > Copy as Dependent mun verða sjálfgefið hakað við ef hægt er að búa til speglað samtengt atriði sem mun uppfærast í samræmi við frummyndina.  Ef ekki er hægt að búa til háð eða ósjálfstætt afrit (Dependent) þá er hægt að reyna að sameina atriðin með byggingarrúmfræðinni og spegla þau síðan.