Lagskipting og sýnileiki


 Skoðunarstjórinn (View Manager)

Er aðgengilegur í gegnum View dálkinn eða fljótandi verkfærastikuna á teiknisvæðinu. Skoðunarstjórinn (View Manager) stjórnar því hvernig líkanið er sýnt. Í hlutaskrá getum við búið til snið (Sections:cross sections eða xsecs) og vistað slíkar ásýndir. Í samsetningu getum við einnig búið til sprengt ástand.

 

Þversnið (Cross Section: xsec)

Til að fá formlegri sneiðing sem tengist tilvísunum sem eru til staðar í hönnuninni þá gæti verið kostur að búa til grunnplan áður en þversniðið er búið til (xsec). Annars gæti verið hægt að búa til samsíða plan til að vega upp á móti tilvísun í gildandi plani eða staðsetja planið með þrívíddarvíddardragaranum (3D dragger). 

Einnig er hægt að fara í View dálkinn > Section sem egur upp á móti gildandi plantilvísun. Virkja skal verkfærið 3D dragger í mælaborðinu. Properties > Name > gefa viðeigandi heiti ef verið er að nota vinnuteikningar.

 

Einnig er hægt að fara í:

 View Manager >  Sections dálkurinn > New > Planar

Skýra skal einföld heiti með einum staf eða númeri > enter. Í sniðverkfærinu (Section tool) skal velja fyrirfram skilgreint plan eða samsíða plan til að vega upp á móti eða staðsetja kröftuglega skurðarplanið. Samþykkja skal uppsetningu plansins og sniðið mun birtast á skoðunarstjóralistanum (View Manager list).


 Lagskipting

Sérhvert atriði innan verkefnisins er hægt að skipuleggja með því að nota lög. Aðalkostur þess er að hægt er að fela hóp af atriðum í einni aðgerð. Þetta gæti verið hópur af pörtum í samsetningu eða hópur af samsetningarþáttum í líkani. Ástand lagskiptingarinnar er séð sem tímabundið til að vista ástand lagskiptingarinnar til að hægt sé að opna líkanið aftur eftir að því er lokað.  

§  Fara í layer tree (sjá fyrir neðan)

§  Hægrimúsarsmella HMT á  Layers merkinu efst á líkanatrénu

§  Save Status

§  Vista skrána.

 

Vísað er í skrá með sjálfgefna lagskiptingu sett upp (default part). 

Velja skal lagskiptingartáknið fyrir ofan líkanið til að sýna líkanatréð sem síðan er svo valið aftur til að fela líkanatréð.

Hægrimúsarsmella HMT > Hide/Unhide (fela/sýna) til að stjórna sýnileika atriðisins í lagskiptingunni.

 

Einfalt lag (Simple Layer) krefst þess að vera tilnefnt handvirkt. Stjórnskipuð lög (Ruled layers) staðsetja atriði sjálfkrafa. Sérhverjar kúrfur (viðmiðunar- eða skissaðrar kúrfur) eru venjulega sjálfkrafa staðsettar á kúrfulaginu (Curves Layer).

 

Hægrimúsarsmella HMT á heiti lagsins > Layer Properties til að höndla lagið. Í nýju skjali skal svo(grundað á sjálfgefnu .prt)  nálgast hina stjórnuðu lagskiptingu. Rules dálkurinn> Edit Rules er síðan til að skoða hvernig reglurnar eru settar upp.