Meðhöndlun líkansins


Breyta og þróa líkanið

Einn að styrkleikum hnitarúmfræðilegs líkanakerfis er möguleikinn að þróa líkan með því að breyta þáttum sem búið er að búa til og að sú breyting getur dreift sér í gegnum allt líkanið.

Það er hinsvegar ekki nauðsynlegt að gera ráð fyrir að líkanið uppfærist á eins og gert er ráð fyrir. Það er á ábyrgð hvers og eins að byggja upp traust líkan sem gerir kröfur til þess að íhugaðar séu allar breytingar sem gerðar eru í gegnum þróun þess. Getan til þess að breyta og þróa líkan getur einnig orðið til þess að tilvísanir og innbyrðis tengsl þátta styrkjast.

Jafnvel þótt að ferillinn sé vel skipulagður getur hann brugðist. Mörg atriði geta t.d. brugðist á grundvelli keðjuverkunar. Ef upphafsþættirnir eru velígrundaðir ætti afgangurinn þó að verða í lagi. Nauðsynlegt er síðan að hönnuðurinn geti leyst úr almennum vandamálum sem geta komið upp, sem geta verið jafn einföld og endurskilgreining skissutilvísana.

 

Endurgerð líkana

Sérhver breyting sem gerð er á líkaninu mun venjulega endurskapa það og því ernauðsynlegt að vera meðvitaður um allar breytingar. Nota skal endursköpunartáknið efst áverkfærastikunni eða Ctrl-g til að endurgera líkanið á handvirkan hátt. Í samsetningum verður svo að þvinga fram endurgerðina ef breytingar hafa verið gerðar á samsetningareiningum til að sjá breytinguna.

 

Smella tvisvar

Að smella tvisvar með músinni á teiknisvæðið gerir kleift að skoða öll atriði líkansins. Ef bendill músarinnar breytist síðan í þríhyrning þá er hægt að draga til atriði. Smella skal síðan á bakgrunninn til að uppfæra líkanið.  

Holurnar þrjár í dæminu að ofan endurstaðsetja sig eftir endilöngu yfirborði hlutarins þar sem grunnformið er breytist vegna þess að staðsetningu þeirra er stærðfræðilega stjórnað til að vera í jafnri uppröðun eftir lengdinni ( linka í relations).

 

Að höndla skilgreiningu  

Ef ekki er hægt að meðhöndla þátt á teiknisvæðinu þarf að breyta grundvallaþáttum hönnunarinnar. Til að breyta þætti er farið í:

HMT > Edit Definition til að fara aftur í aþátt eða atriðiahaminn og þá er hægt að breyta atriðinu. Draga skal innsetningarörina (Insert Arrow) upp að líkanatrénu eða fara í hægri músartakkann HMTInsert Here, til að innsetja þátt á sérstökum stað í líkanatrénu. Nota skal einnig þennan möguleika til að forðast endursköpun alls líkansins við sérhverja breytingu.

 

Dylja/fela

Hægrimúsarsmella HMT og velja atriði í líkanatrénu > Suppress (hylja). Þessi framkvæmd eyðir ekki þættinum en frystir hann og tekur út úr uppbyggingunni.

HMT > Resume (endurheimta) til að endurvirkja þáttinn. Að endurheimta tímabundið atriði eins og snið eða hópa og rúnuðum brúnum minnkar endurgerðartímann.

 

Aðferðir til að velja

Hægrimúsarsmella HMT >toggle (upplýsa þátt)

Stundum kemur fyrir að til staðar eru mörg atriði á einum stað og að atriðið sem þú vilt upplýsa upplýsist ekki. Þá skal:

 

§  Setja bendilinn yfir atriðið og hreyfa hann ekki

§  Smella eitt augnablik með hægrimúsarsmelli HMT frekar en að þrýsta niður og halda HMT (þetta kallar fram HMT valmyndina)

§  Velja skal það atriði sem óskað var eftir án þess að hreyfa bendilinn

§  Vinstrimúsarsmella VMT til að velja atriðið.

 

Einnig er hægt að nota hægrimúsarsmella HMT valmyndamöguleikann og velja af listaqnum (Pick From List):

§  Fara yfir atriðið

§  Hægrimúsarsmella HMT valmyndin (þrýsta niður og halda) > Pick From List (velja af lista)

§  Velja atriði sem á að vinna með af listanum.

 

Keðja af brúnum

Brúnir eða bugður geta brotnað niður og breyst í beinar línur, boga eða splínur. Því þarf oft að velja sérhverja þeirra og grúppa til að búa til heildir eins og brautir og skilrúm á yfirborðsflötum. Þetta val býr til röð af brúnum.

 

§  Velja megin- eða akkerissveigjuna (anchor). Hugsanlega þarf að HMT upplýsa (toggle) ef um er að ræða hluta af skissaðri sveigju.

§  Halda niðri Shift og velja atriðin í röðinni – hægrimúsarsmella HMT síðan til að upplýsa (toggle) aftur ef þarf.

 

Kröftug  Xsec meðhöndlun

Gagnleg er að skoða þversniðshluta sem hægt er síðan að draga til (ekki samsetningar). Búið er til grunnplan með handföngum sem hægt er að draga til. Þetta gæti verið einfalt plan sem vegur upp á móti einhverju öðru. Búa skal til xsec í gegnum í skoðunarstjórann (View Manager) með því að nota þetta plan og stilla xsec sem virkt. Höndla planið á öflugan hátt (Dynamic Edit)  sem uppfærir þversniðið kröftuglega.