Rúmfræði tvívíddarteikningar
Notkun hugmyndaskissa og ljósmynda af líkaninu
Skönnuð afrit af skissum eða ljósmyndir er hægt að bæta inn á grunnplönin til að nota sem fyrirmynd að uppbyggingu rúmfræðinnar. Þessar myndir gæti þó þurft að vinna upp í Photoshop áður en þær eru fluttar inn í Creo.
Ljósmyndaráð:
§ Setja mælistiku í myndina til að auðvelda gerð mælikvarða
§ Nota mesta aðdrátt til að lámarka sjónarhornið. Því meiri adráttur því líkari verður ljósmyndin ísómetrískri mynd.
§ Skilja nóg af rými eftir í kringum hlutinn og kroppa af myndinni. Það er meiri afbökun á jöðrunum á linsunni og því á ekki að nota háa upplausn.
Framkvæmdin er að:
Flytja inn myndina.
Farið er í View dálkinn > Model Display felligluggann > Images
Image > Add > velja plan > velja mynd
Nú þarf að setja myndina í mælikvarða og staðsetja hana til að bún passi við líkanið. Svo er farið í
Fit > Horizontal eða vertical. Draga skal til stærðarhandföngin til að finna út stærðina > Dbl click á dimm svæði og breyta í samræmi. Hætta við Fit aðgerðina og draga og snúa myndinni, til að rétta af stöðu hennar.
Athuga: ef myndin sýnir ekki persónuleg innsetningu gæti verið árekstur í skrásetning (Registry conflict).
Á einhverjum tímapúnkti þarf að afrita eitthvað af myndvinnslunni eins og að bæta inn vörumerki fyrirtækis. Vörumerki fyrirtækis ætti að flytja inn sem pixelgrundaða mynd, eins og er sýnd hér að ofan og teikna hana þá inn á skissu eða flytja inn sem vektorgrafíska mynd.
Nota vektorgrundaðan hugbúnað
Í grafískri hönnun eru vörumerki venjulega búin til í vektorgrafískum forritum eins og Adobe Illustrator eða Corel Draw. Línuvinnan er stærðfræðilega grunduð eins og í bitmapmyndum. Myndina er hægt að setja í mælikvarða án þess að skilgreiningin minnki (sjá skilgreiningu á Wikipedia: en.wikipedia.org/wiki/Vector_graphics ).
Hlutlausir og venjulegir vektorgrafískar skrá sem notaðar eru í iðnaðinum eins og .dxf og .dwg skrár er hægt að flytja út úr slíkum vektorgrrafískum forritum og opna í Creo. Þessi rúmfræði getur síðan orðið grunnur tilvísanakúrfu. Adobe .ai skrár er hægt að búa til í Photoshop eða Illustrator og flytja þær inn í Creo. Slíkar myndir geta þróast í brautir (paths) og hægt að flytja út úr forritinu sem .ai skrár. Þá er farið í:
Selection (val) > HMT (hægrimúsarsmella) > Make Work Path (búa til vinnubraut) og svo File > Export > Paths to Illustrator
Gott er að íhuga Live Trace virkniþáttinn í Illustrator. Sjá nánar: http://www.smashingmagazine.com/2010/11/15/illustrator-s-live-trace-sketch-to-vector/
Athuga: ef nákvæmnin í aðferðinni sem sýnd er hér að ofan eru miklir mun hámarksfjöldi stjórnhnita leiða af sér splínukúrfu. Slík vinna getur tekið langan tíma að framkvæma í sketcher. Því er betra er því að reyna að lámarka fjölda stjórnpúnkta með því að vera með tilhliðrunarmyndina eins háa og kostur er.