Umsýsla við líkanið


Nauðsynlegt er að vera meðvitaður um að þrívíddarhugbúnaður er ólíkur flestum öðrum myndvinnsluhugbúnaði sem byggir á tvívídd. Ekki er t.d. hægt að vænta svipaðra möguleika og í tvívíddarforritunum WordPhotoShop, sem eru algeng forrit.

 

Skráarstjórnun

Þegar unnið er með þrívíddarlíkön verður fljótt til mikill fjöldi skráa sem tengjast strax hvor annarri og eru þær þá geymdar saman. Allar tengdar skrá þurfa að vera saman í einni möppu sem kölluð er vinnuskráarsafn (Working Directory).

Slík mappa er oft sjálfgefin í tölvustofum á harða drifinu en eyðist þegar notandi skráir sig út út kerfinu. Nauðsynlegt er að setja vinnuskráarsafnið (Working Directory) í möppu á heimasvæði viðkomandi t.d. á svæðið U:\ Documents.

 

Að setja upp staðsetningu fyrir vinnuskráarsafn í tölvustofum

Ekki velja My Documents þegar búið er til vinnuskráarsafn. Fylgja skal leiðbeiningunum áður en byrjað er að vinna (sjá frekar) eða velja tölvuheitið úr vinstri möppuvafranum og fara í drifið þitt U: Documents svo mun mappan vistast og sjást hægramegin á listanum.

Tvísmella skal til að sjá innihaldið. Velja síðan möppuna tengt viðkomandi vinnulotu > HMT valmynd > Ákveða vinnuskráarsafnið (Working Directory). Síðan er farið í:

 

Hægrimúsarsmella HMT valmynd > New Folder, ný mappa valin ef ekki er búið að búa hana til.

Skár á mismunandi stigum í ferlinu

Í hvert sinn sem þú vistar líkanið þá mun Creo vista algerlega nýja skrá. Ef skráarhópurinn er vistaður sem .prt þrisvar sinnum verða til skrárnar bracket.prt.1, bracket.prt.2 and bracket.prt.3 í vinnuskrársafninu. Þetta leyfir að skoða breytingar og vísa í fyrri stigi í uppbyggingu líkansins. Hæsta númerið er það nýjasta og það eina sem þarf að varðveita.  

 

Til að eyða einum af skrám líkans sem er virkt skal annað hvort nota DV táknið efst á verkfærastikunni eða fara í:

 

File > Delete > Old Versions (gamlar útgáfur). Athuga að ekki skal velja allar útgáfurnar (All Versions). Nota skal My Computer til að finna og eyða óæskilegum skrám.

 

Tengsl skráa

Fyrst eru undirstöðupartaskrárnar búnar til. Út frá þessum skrám eru samsetningarskrár búnar til, teikniskrár og skrár fyrir framleiðslu hlutar eða vöru (með endinguna .asm). Seinni skráartegundirnar þrjár .asm, drw og .mfg innihalda ekki upprunalegu partaskrárnar. Upprunalegu partaskrárnar eru hluti af þessum skrám. Í hvert skipti sem þær eru opnaðar eða endurskapaðar verða þær endurbyggðar eða endurteiknaðar í samræmi við síðustu útgáfu partaskrárinnar.

 

Vegna þessa er mikilvægt að halda í allar tengdar skrár og geyma þær saman í einni möppu og ekki að gefa þeim nýtt heiti þegar þær hafa verið tengdar við aðrar tegundir af skrám.  

 

Að endurskýra skrár

Áðu er en byrjað er að endurskýra skrár er gott að hugleiða tengsl þeirra við aðrar skrár sem hafa orðið til í gegnum vinnuferlið. Nauðsynlegt er að vita hvaða skrár eru mikilvægastar eða standa efst á líkanatrénu og gott að skýra þær einhverju einkennandi heiti svo auðvelt sé hægt að finna þær.  Nýtt heiti skráa kallar hinsvegar á endurskipulagningu á öllum innri tengslum á milli skráa.  

Opna skal alla skrárnar á efsta stiginu bæði teikningar, samsetningarskrár og framleiðsluskrár, en þetta setur allt verkefnið upp í kafla og leyfir endurskipulagningu tenginga.

 

Opna skrána sem á að endurskýra File > Manage File > Rename

 

Skráin verður endurskýrð og allar tengingarnar við þessa skrá á efri stigunum verða endurskýrðar. Vista skal allar skrárnar til öryggis áður en þeim er lokað.

 

Foreldri/barn samband skrá

Eins og barnið getur ekki öðlast tilveru á tilveru án foreldris er ekki hægt að afgreiða atriði í líkanagerðinni sem eru með tilvísun í annað atriði af því að tilvísunarþátturinn hætti að vera til eða var breytt i grunvallaratriðum. Þættir í líkanagerðinni eiga foreldri og börn og því nauðsynlegt að hugleiða samböndin áður en líkaninu er breytt.

 

Búa til og breyta skrá

Auðvelt er að endurskilgreina þætti í líkanagerðinni. Ef eitthvað þróaðist ekki eins og það átti að gera eða mistókst þá þarf ekki að eyða því og byrja aftur heldur er atriðið einfaldlega skoðað aftur í ferlinu og í hnitunum og færibreytunum breytt.

 

Atriði sem mistakast

Ef að atriðið sem búið hefur verið til er ekki hægt að nota eða hefur haft áhrif á annan þátt, svo sem ef tilvísunum hefur verið breytt eða þær fjarlægðar, þá kemur upp varnaðarskilaboð sem gefur færi á að ógilda breytingarnar og halda áfram. Ef haldið er áfram munu þættirnir sem virkuðu ekki verða rauðir í líkanatrénu og bældir niður. Þeim hefur þó ekki verið eytt heldur hafa þeir verið teknir út úr líkanagerðinni:


Hægrimúsarsmella HMT > Meðhöndla skilgreininguna til að laga mistökin.


Stundum þarf að íhuga vandlega hversvegna líkan hefur misheppnast. Það gæti einfaldlega verið rúningur sem hefur mistekist vegna þess að tilvísun í brún var eytt í skissu, sem var undirstaða sem mótun rúningsins byggði á. Hugsanlega höfðu breytingarnar sem gerðar voru einnig keðjuverkandi áhrif í gegnum fjölda stiga í líkanagerðinni.