Að byggja og þvinga


Atriði sem hafa skal til viðmiðunar:


§  Reyna að halda þáttum í gerð forms sem er nálægt hvort öðru líkanatrénu. Nota skal til þess 'setja inn örina' (insert arrow)

§  Sameina skal grunnhnit (setja inn link datum points) þar sem það er mögulegt. Nauðsynlegt er að líkanatréð sé  hnitmiðað og vel skipulagt.

§  Planbogar ættu að vera sjálfgegnir fyrir skissur, en ekki bogar í gegnum hnit

§  Ekki ætti að ljúka við byggingu yfirborðs ef yfirbygging og klipping er ákjósanlegri kostur

§  Að móta/yfirborð/skera (extrude/surface/cut) er venjulega einfaldasta aðferðin að klippa til

§  Nauðsynlegt er að höndla samhverfu á viðeigandi hátt (linkur ísymmetry).


Gullin regla 1: Bogar sem forma yfirborðshorn verða að vera tengdir og innri bogar þegar þeir  krossast.

Gullin regla 2: Alla boga eða brúnir sem á að nota sem yfirborðsskil verður að tengja vel.


Að velja keðju og klippa til

Yfirborðsskil gætu verið með keðju að innan þverlæga. Hver keðja gæti verið einfaldur bogi/brún eða fjöldi boga/brúna tengt saman.

Val tæknilegrar framkvæmdar

HMT  – þegar sveimað er með músinni yfir atriði sem á að velja þá er hægt að hægri músarsmella HMT (snöggþrýsta en ekki að þrýsta og halda) til að smella (linkur á toogle) í gegnum öll veljanlegu atriðin undir bendlinum. Þetta mun einnig upplita hluta af boga. 

Ctrl takkanum er haldið niðri á meðan safnað er saman bogum í eina átt. Shift takkinn er hinsvegar notaður ef ein af skilunumer keðja brúna eða boga atriða:

§  Velja skal fyrsta ‘ankerið’ boga eða brún

§  Sleppa Ctrl hnappinum og halda niðri Shift hnappinum

§  Velja þættina sem vantar fyrir keðjuna. Muna að hægt er að hægrimúsarsmella HMT til að fara í gegnum veljanlega þætti  

§  Fara til baka í Ctrl hnappinn til að velja næsta boga í viðkomandi stefnu.  


Bogar og handföng (Curve end handles) . Hægrimúsarsmella HMT valmyndin undir endakeðjuhandfanginu leyfir að klippa til lengd keðjunnar.

Skilyrði við meðhöndlun skila (condition marker)
Til að setja skilyrði fyrir skilum þar sem tvö yfirborð mætast skal einfaldlega smella á leiðarmerki ástandsins (condition marker) og velja viðeigandi stig. Ef skilin byggja frekar á boga en brún þá verður að velja yfirborð sem mynda á sambandið við. Gott er að hafa í huga að samband landamæra eða skila getur aðeins orðið eins öflugt og samband boganna sem mynda skilin.

Áhrif skila
Þetta dæmi skoðar skil sem verða til þegar notaðar eru margar eða einstakar pjötlur.

Myndirnar að ofan sýnir þrjár ólíkar gerðir forma. Fyrstu tvær eru með bungu sem var búin til með því að nota tvær pjötlur og hin þriðja er með bungu sem var búin til sem ein pjatla með einum innri boga. Þessar tvær tegundir af greiningu eru sýndar fyrir hverja aðferð: Gaussian og splína boginnar línu.

Í fyrstu líkönunum tveimur erum við með staðgengil fyrir leiðtoga (foreldri) og fylgjanda (barn) yfirborðs. Fylgjandi yfirborðið er búið til til að fullnægja skilyrðum framhalds bogadregnu línunnar þvert yfir skilin á meðan að leiðtoginn helst óbreyttur. Hægt er að sjá hámark sem verður skyndilega til í hinni bogadregnu línu sem fór rétt í gegnum skilin.  

Þriðja líkanið er einfalt yfirborð með innri boga. Þar sést bogadregna línan flæða slétt yfir innri bogann. Þess vegna skal búa til ábreiðu með eins fáum nýjum yfirborðum og hægt er. Dæmið sem sýnt er á upphafi þessarar síðu ætti að búa til sem einstakan þátt.  

Óþarfi er þó að gang of langt í þessu. Með Creo er betra að aðskilja skilin í svæði sem eðlilega grúppast saman. Sú framkvæmt er ólík frjálsri formun yfirborða, þar sem sjá má stórar ábreiður með mikið af dramantískum breytingum á yfirborðinu, við stefnu skila og boginna lína. Tengja skal yfirborðið til að vera viss um að UV línurnar séu ekki að erfiða. Gerða má dramatískar breytingar á stefnu/sveigðu línunnar.  

Vinna í kringum leiðtoga/fylgismann
Ef til staðar er leiðtoga-fylgismanns ástand þvert yfir skil og það orsakar myndun lélegs framhaldssniðs sem liggja þvert yfir skilin (eins og á fyrstu og annarri myndinni að ofan) þá gæti þurft að búa til samfellt yfirborð (ribbon surface) á skilunum áður en búin eru til tvö yfirborð og yfirborðið sem tilvísun fyrir skilyrði skilanna.