Grindargrunduð yfirborðsmeðferð


Skilgreiningar

  • Yfirborð (Surface): ekki gegnheill þrívíður þáttur
  • Yfirborðspjatla (Surface Patch): sjálfstætt svæði á yfirborði skorðað af með einfaldri röð af brúnum  
  • Yfirborðsábreiða (Surface Quilt):  fjöldi sameinaðra pjatlna
  • Sveigð lína (Curvature): með tilliti til splínukúrfu eða yfirborðs með radíus sem er sífellt breytilegur: á hverju hniti á boganum/yfirborðinu er sveigða línan 1 deilt með radíus á þessum stað. Þess vegna hefur næstum flatt svæði af yfirborði/boga (mjög stór radíus) mjög lítinn boga (sjá frekar splínur) (setja inn link splines).

 

Grunnskissa sem yfirborð 

Hægt er að breyta þáttum sem framkvæmdir eru í venjulegri rúmfræði, eins og formun, umsnúningur, útdráttur og blöndun, í opna yfirborðsrúmfræði í stað notkun gegnheilla forma.  Ef að grunnskissa er opin í stað þess að vera lokuð lykkja verður hún að vera yfirborð eða þunn slikja (setja inn link).

 

Yfirborðsbirta (birting)

Ytri brún einnar hliðar á yfirborði er sýnd sem appelsínugul en tveggjahliða innri brún er sýnd sem fjólublá (magenta). Vegna þess mun ábreiða verða sýnd sem fjöldi fjólublárra lína innan í appelsínugulum skilum.

 

Yfirborðssamfella (framhald)

Nauðsynlegt er að skilja hvað splínubogi er (linkur) og hvað sveigð lína er (linkur). Framhald milli yfirborðspjatlna er mikilvægt atriði bæði af fagurfræðilegum og virknilegum ástæðum. Lélegt framhald getur birt krumpur og sýnt öll pjötluskil. Framhaldi milli boga og yfirborðsflata er hægt að lýsa sem rúmfræðilegri (G0, G1, G2) samfellu.

  • G0 framhald: Stöðuframhald.Tveir bogar sem deila endahniti og tveir yfirborðsfletir sem deila skilum eru G0 framhald.
  • G1 framhald: Snertilínuframhald.Tveir bogar sem deila endahniti og tveir yfirborðsfletir sem deila skilum er G1 framhald, þegar normalarnir (póllarnir) á tengingunum/skilunum snúa nákvæmlega í sömu átt. Á þessu stigi ferðast þeir í sömu átt.  
  • G2 framhald: Tveir bogar sem deila endahniti og tveir yfirborðsfletir sem deila skilum eru G2 framhald þegar þeir eru með sama bogalínugildi þar sem þeir mætast.

Miðplan/samhverft framhald

Ef formið sem unnið er með er samhverft þá er venjulega fljótlegra og öruggara að búa til líkan úr helmingi þess og spegla það síðan allt eða í það minnsta þar sem þar verður ósamhverft. Til að búa síðan til framhald yfir miðjuplani verða allar bogadregnar línur og afleiddir yfirborðsfletir að vera eðlilegir gagnvart miðjuplaninu.

 

Yfirborðsflokkun

Yfirborð innan líkans eru oft flokkuð í samræmi við fagurfræðilegt mikilvægi þess í lokaafurðinni. Ytri grunnyfirborðin sem eru mest áberandi í framleiðsluafurð eru oft flokkuð sem A yfirborð. Þetta eru yfirborðin sem þurfa mestu fagurfræðilegu umhugsunina svo sem efsta yfirborðið á tölvumús sem er staðsett í hendi notandans. Yfirborðsfletir sem eru venjulega faldir fyrir notandanum svo sem botninn á tölvumús eru flokkaðir sem B yfirborðsfletir. Snúa þarf músinni við til að sjá botninn. C yfirborðin eru síðan innar og alltaf falin og þurfa enga fagurfræðilega umhugsun.