Hola, bunga og taka í sundur fleti 


Að taka í sundur eða rífa eða mynda stórar dældir eða bungur sem ganga saman við meginyfirborðið á tveimur eða þremur hliðum þess á sveigjanlegan hátt  gefur til kynna að þeir séu hlutar af meginyfirborðinu. Eftirliggjandi skil eru búin til fyrir ofan eða fyrir neðan yfirborðið til að gefa tilfinningu fyrir að þau séu aðskilin eða rifin frá meginyfirborðinu. Slík yfirborð eru oftast notuð til að skilgreina fagurfræðileg atriði.

Áskorunin að búa til þessi atriði er bygging snertilínu/bogadreginnar línu skila og undirliggjandi byggingarboga. Þetta krefst góðs skilnings á hinu þrívíða formi, vel skilgreindan hönnunarásetning og meðvitund um takmarkanir verksins.

Ef vinnan byggir á skissu þá þarf að vera öruggt að öll skil yfirborðsins séu teiknuð og þær sýni ástand þeirra. Ef verið er að endurvinna verkfræðigrundaða vöru þá á að teikna skilin beint á vöruna og gefa aftur til kynna ástand þeirra.

Myndin að ofan sýnir fjölda yfirborðsþátta sem eru með snertilínu við foreldrayfirborð og gætu verið túlkaðir með vandamál tengt 3 hliða yfirborðum og samleitni.  Hægrihandarmyndin sýnir byggingu boga fyrir þessi yfirborð. Frammjóa grópin og sporöskjulaga bungan eru grunduð á einföldum rétthyrndum yfirborðum. Allir bogarnir og yfirborðsskilin erum með snertilínu við foreldrayfirborðið. Þættirnir efst uppi og á botninum eru rétthyrnd yfirborð með fylltum strípuðum yfirborðum. Yfirborðið efst uppi er með snertilínu á þremur brúnum og á botninum á einni brún.