Sameina og klippa til
Aðgerðin: Extrude > Surface > Cut
Fljótlegasta og einfaldasta leiðin að klippa til yfirborð er að nota útþrýsting. Í mælaborðinu er skift yfir í yfirborðsþætti Surface og valið Remove Material. Þá er beðið um að velja yfirborð til að skera til.
Sameina og klippa til yfirborðsfleti
Ef búið er til aðskilin yfirborðsflötur með venjulegum skilum gæti hann litið út með einum brúnaskilum, en í raun eru þarna tvær brúnir sem dvelja í sömu stöðu. Þetta eru tvær stakar hliðarbrúnir. Yfirborð á aðeins heim öðrumegin á brúninni.
Á myndinni að neðan sem er sýnd sem vírarammi frekar en skyggð eru tvö fyrirborðsþættir sem eru með tvær yfirborðspjötlur hver um sig. Appelsínulituðu brúnirnar eru með eina hlið sem er pjatla á aðeins einni hlið. Fjólubláu brúnirnar eru með tvær hliðar eða það er pjatla á báðum hliðum.
Lárétta appelsínulitaða brúnin yfir miðjuna er í raun tvær brúnir á sama stað þar sem ábreiðurnar tvær snertast en eru ekki sameinaðar.
§ Eitt fyrirborð er hægt að nota til að klippa til annað yfirborð
§ Yfirborð er hægt klippa til með því að nota boga á yfirborði
§ Tvö yfirborð er hægt að sameina með því að fjarlæga snið sem skarast.
Sameina (merge)
§ Ctrl velja tvær yfirborðsábreiður
§ Sameina (Merge)
§ Ctrl velja fleiri ábreiður ef þarf á meðan þær eru í þættinum. Hægt er að sameina fleiri en tvær ábreiður á sama tíma.
Mælaborðsstefnuörin mun gefa til kynna þar sem pjötlur eru sameinaðar eða klipptar til. Þetta er háð eðli rúmfræðinnar sem var valin og hvernig hún sker.
Klippa til (trim)
Ábreiðu er aðeins hægt að klippa til ef viðeigandi rúmfræði styður hana. Grunnplan sem sker annað yfirborð um boga á yfirborðinu.
Velja yfirborðið > Trim > velja rúmfræðina sem sker
Ef notuð er mælaborðsstefnuörin mun gefa til kynna þar sem pjötlur eru sameinaðar frekar en örina á teiknisvæðinu er hægt að smella til að klippa til hlið A og hlið B eða halda báðum hliðum sem sem aðskildum ábreiðum. Það er líka hægt að nota þennan möguleika að smella þegar verið er að nota mótunaraðferðina (Extrude) til að skera yfirborð.
Afrúningar (íhvolf) yfirborðs
Rúning er hægt að forma milli tveggja yfirborðspjatla er pjötlurnar eru hluti af sömu ábreiðu, en ekki ef þeir tilheyra aðskildum þáttum í hönnuninni. Sameina skal þessa tvo þætti og síðan að rúna skilin. Velja brún til að rúna.