Splínur


Splínubogi og  umsýsla

Splína (spline) er í grundvallaratriðum jafn bogi með radíus sem er alltaf að breytast. Splínuboga ætti að nota sem sjálfgefið verkfæri til að búa til snið sem undirstöðu fyrir flókin yfirborðsform. Grunnsplínur eru búnar til með teikniforritinu sketcher (sem er hluti af Creosafninu), en þrívíðar splínur eru búnar til með aðgerðinni 'bogi í gegnum hnit' (setja inn link curve through points) eða 'stílbogar' (setja inn link style curves).


Við gerð splínu (edit spline) er miðmúsartakkinn MMT notaður þegar verið er að ljúka við hana. Best að byrja með tveggjahnita splínu ef hægt er, sbr. síðustu umfjöllun. Í sketcher skal búa til boga með 2 endahnitum þar sem tilvísanir eru settar á ástand endahnitanna og síðan breytt með splínu í gegnum endavektorana.

Til að búa til splínu er valin skipunin spline:

§    Hægrimúsarsmellt er HMT > Modify eða valin skipunin ‘Breyta splínu með stjórnhnitum‘ og valið úr þeim breytingamöguleikunum sem gefnir eru. Modify verkfærastikan sem er oft vísað til sem marghyrningarstjórnar eða Control Polygon breytir vinnunni með svokallaðri innskotshnitastjórnun (interpolation point control) sem virkjast þegar farið er úr Modify breytingaumhverfinu.

§  Annar möguleiki er að breyta stjórninni í marghyrningastjórnarmöguleikanum (Control Polygo) til að halda marghyrningastjórninni virkri þegar farið er út úr breytingaumhverfinu (Modify).

§  Síðan skal miðmúsartakkasmella MMT til að  komst úr Modify hamnum.


Stefna og lengd endavektora splínuformsins.
Stefna vektorana sýnir stefnu bogaendanna. Lengd vektorsins stjórnar áhrifunum á form bogans eða því hversu langt inn áhrif bogastefnunnar nær. 
Rúnfræðilegar þvinganir eru síðan lóðréttar eða lóðlína o.s.f. og er hægt að nota þær til að stjórna marghyrningi. 

Stilla endaskilyrði splínu
Til að gera breytingar þegar verið er að vinna í marghyrningsstjórnunarham er hægt að að nota rúmfræðilegar þvinganir við endavektorana. Lárétt lína, lóðrétt lína og lóðlína eru gagnlegustu þvinganirnar.
 

Bogadregið framhald í Sketcher 

Bogaendaástandið er hægt að stilla við snertilínu (Tangency) – G1 eða samfelldan boga (Curvature Continuity) – G2. Þá skal:

§  Virkja Equality skipunina (stilla jafnt) fyrir rúmfræðilega þvingun

§  Velja splínuna

§  Velja tengda línu/boga

§  Þá mun snertilínu- ‘T’ og framhalds- C’  táknið koma upp.