Fab Lab


Fab Lab smiðjur eru á nokkrun stöðum á Íslandi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 


Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Markmið

Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og að efla nýsköpun á Íslandi. Þá er verkefninu ætlað að auka tæknilæsi almennings og almenna tæknivitund. Markmið verkefnisins eru enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og að efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda.

Fab Lab smiðjan mun auka tæknilæsi almennings og skapa möguleika á aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu með því að stuðla að nýsköpun. 

Fyrir hverja er Fab Lab smiðjan?

Fab Lab smiðjan er ætluð frumkvöðlum, nemendum, almenningi, fyrirtækjum og stofnunum.

Hér fyrir neðan er kynningarmyndband um Fab Lab smiðjuna í Vestmannaeyjum.