Frumgerðasmíðaprentarar


Í dag er framleiðslutæknin að taka mikið stökk með tilkomu þrívíddarprentara. Nú er hægt að skoða form hluta á einfaldan hátt áður en ráðist er í að gera kostnaðarsöm mót til að steypa hluti í. Þetta er að bylta vinnuaðferðum við framleiðslu á hlutum eins og t.d. skóm. Til að gera vinnuna enn fljótvirkari er hægt að nota skanna sem geta tekið nákvæmt afrit af hlutum sem síðan má fjölfalda í prentara. Þetta gefur stafrænni framleislutækni heljarstökk inn í framtíðina.

3D prentarar vinna flestir þannig að prenthaus sem stráir eða sprautar efni er hann er færður fram og aftur yfir borðflöt. Þegar eitt lag af efninu er komið þá lyftist prenthausinn sem nemur þykkt efnisins, sem getur verið brot úr mm, og nýtt lag af efni er lagt ofan á fyrra lag. Þannig verður til hlutur sem jafnvel ekki er hægt að búa til með hefðbundnu móti. Hér á landi eru nokkrir prentarar sem nota duft sem svo er límborið og jafnvel litað. Einnig eru komnir prentarar sem leggja niður örmjóa plaststrimla sem hitaelement sprautar út. Mikið úrval er til af prenturum sem kosta frá 100 þúsund upp í tugi milljóna.