Myndbönd af nokkrum heimagerðum CNC fræsurum


Á síðustu árum hefur smíði á heimagerðum CNC fræsurum farið mjög í vöxt. Auðvelt er að verða sér út um teikningar af slíkum búnaði og kostnaður við smíði hans er lítill í samanburði við kostnað tilbúins búnaðar frá verksmiðju. Hér á eftir má sjá nokkur myndbönd er sýna heimasmíðaða CNC fræsara.

Ef fyrir liggur góð smíðateikning og lýsingar á ferlinu ásamt hlutalista þá er ekki svo flókið að setja saman slíkan búnað og vel á færi laghentra þó þeir búi ekki búa yfir sérþekkingu á tölvustuddum búnaði. Úr getur orðið hið áhugaverðasta tómstundagaman.