Grunnþættir í þrívíddarhönnun


Að gera sér grein fyrir hvernig líkan sem á að hanna byggist upp á neðangreindum frumatriðum er lykilinn að árangursríkri þrívíddarhönnun (sjá mynd).

Í flestum þrívíddarhönnunarforritum eru grunnaðgerðirnar skissaðar heildir sem vanalega byrja með tvívíddarskissu. Eftirfarandi skissur eru skurðþversnið myndun viðkomandi heildar.

Grunnaðferðir við myndun þrívíðra forma eru:

"Sweep" (Útdráttur):

   Extrude - Mótun

   Revolve - Umsnúningur

   Sweep - Útdráttur (sjálfgefið er Variable Section Sweep)

 

"Blends" (Loft) - Samblöndun sniða:

    Swept Blend - Ýtþrýst samblöndun sniða

   Boundary Blend - Blöndun takmarkanna 

 

"Verkfræðilegar aðferðir" eru skipanir í hægri verkfærastiku Creo:

    Round [fillet] - Rúna

    Chamfer - Fasa

    Hole - Gata

    Shell - Hola að innan

 

"Vinna frekar með form" eru allt skipanir í hægri verkfærastikunni:

    Mirror - Spegla

    Pattern - Snið


Mótun (Extrusion)  

Búið er til þrívítt form úr tvívíddarskissu með því að þróa hana áfram ákveðna vegalengd eftir línulegri leið.


Umsnúningur (Revolve)

Tvívíddarskissu er velt um ás ákveðna vegalengd eða ákveðna gráðu úr hring til að mynda þrívítt form.Útdráttur (Sweep): 

Tvívíddarskissa er þróuð eftir braut sem er ekki línuleg til að mynda þrívítt form.

Samtenging plana (Blend eða loft)


Þrívítt form er búið til úr fleiri en einni samsíða tvívíðum skissum.

Sneiðingur og ferill í grunnaðgerðunum

Eftirfarandi tafla sýnir eðli sneiðings og ferils í grunnaðgerðunum sem lýst hefur verið hér að ofan. Þversnið eða sneiðingur (Cross Section eða Section eða Xsec) er lögunin sem myndast þegar gegnheilt form er sneitt í sundur. Braut eða ferill (Trajectory) er leiðin gegnum rýmið sem sneiðingurinn (tvívíða skissan) ferðast til að forma gegnheila formið.