Kröftug líkanagerð


Í hönnunarumhverfi er sjaldgæft að líkan sé byggt án þessa að breytast í hönnunarferlinu. Hönnun vöru er einnig oft endurtekin bæði á þróunartíma sínum og einnig á líftíma sínum eftir að varan hefur verið hönnuð.  

Óþarfi er að hafa áhyggjur af því hversu langan tíma tekur að byggja líkanið þegar það er hannað. Aðalatriðið er að hönnin verði vönduð. Óþarfi er einnig að vera hræddur við að prófa líkanið eins og að breyta stærðum og viðmiðunum og athuga hvað gerist. 

 

Áætlun um líkanagerð

Þegar við hönnum vöru í gegnum verklega framkvæmd hættir okkur til að sjá hana fyrir okkur sem tilbúið form. Frumgerðarsmíði verður þannig oft að ferli þar sem við byrjum með eitthvað efnismagn og fjarlægum hluta af því til að búa til formið sem við viljum fá. 

Ólíkt þessu hefst tölvustudd þrívíddarhönnun líkans aftur á móti á ferli þar sem hugsunin er að bæta við efni.   Lykillinn að því að búa til slíkt líkan felst bæði í því hvernig líkanið er bútað niður í ólík rúmtök þar sem við bætum við efni eða fjarlægjum og einnig því hvernig við breytum þáttum eins og götum og sneiðingum.   

Líkanagerð

Mikilvægt er að þekkja samhverfuna í líkani sem verið er að hanna. Setja þarf hönnunarinnar upp sem samhverfa með tilvísun í grunnfletina sem hönnunin byrjaði í. Slík vinnubrögð eru dæmi um vandaða líkanagerð.  Ekki væri t.d. gott að staðsetja mismunandi hluta líkansins á ólíkum stöðum í vinnurýminu og þurfa síðan að setja upp grunnplön fyrir myndun samhverfunnar.   

Mikilvægt er að grúppa saman sneiðinga þegar það er hægt  og taka eftir þegar einföld mynstur þarf að fjölfalda. Einnig er mikilvægt að vera meðvitaður um tímalengdina sem eytt er í upphafsþátt líkanagerðarinnar og frekari þróun líkansins.