Tilhliðrun (skekkjumörk)



Áður en hægt er að sýna stærðartilhliðranir þarf að athuga þær með því að fara í skipanirnar;

 

File Options > Configuration Editor > tol_display > er sett sem já (yes)

Og síðan að fara í:


File Prepare > Drawing Properties > Detail Options > Change

Í stærðartilhliðrunuarþættinum (dimension tolerances) er sett inn:

 

Option: tol_display   Value: yes


 

Búðu til eigin stærð


Tvísmelltu til að breyta eiginleikum stærðarinnar (Properties) eða veldu margar stærðir. Þá dregur þú til boxið eða ferð í Ctrl velja – og síðan RMB > Properties (eiginleikar).


 

Tilhliðrun eða skekkjumörk


Farið er í Tolerances (skekkja eða tilhliðrun)  Tolerance mode (tegund tilhliðranirnar)

 

 Skekkjumörk eða bil?

Nákvæmni í framleiðslu einstakra hluta líkans mun skera úr  um hvort að þeir passi saman. Þetta er tilhliðrun framleiðslunnar. Við úthugsum þó hver stærð skekkjunnar verður áður en við ákveðum hvert bilið verður sem er fjarlægðin á milli tveggja hluta líkansins ( skekkjumörk munu einnig gefa bilið til kynna).

 

Skoðaðu einhverjar samsetningar til að gera þér grein fyrir að það er bil milli sjálfstætt framleiddra hluta iðnaðarvöru sem fer eftir framleiðsluferlinu, efnunum sem eru notuð og notandanum.

 

Stærð bilsins er skilgreint með viðmiðunarstærðunum og nákvæmni bila er ákveðið með skekkjumörkunum. Ef holrýmið verður lítið og innleggið stórt viljum við samt að hlutarnir passi saman.  


 

Staðlaðir hlutar


Ekki er bil eða skekkjumörk ákveðin fyrir staðlaða parta hluta líkans eins og skrúfur, bolta, rær, skífur og svo framvegis. Þessir hlutar eru framleiddir samkvæmt iðnaðarstöðlum eins og ISO.

 

Holrými og teinar/stangir


Notaðar eru sérstakar töflur fyrir skekkjumörk er varða hvernig holrými og sívalningar passa saman. Hvaða viðmiðun er valin í hönnun hluta fer eftir hinum vélræna tilgangi samsetningarinnar. Hægt er að fá hugmynd um þetta ef taflan í enda síðunnar er skoðuð(setja inn link).

 

Til að ákveðja skekkjumörk fyrir rými í hönnun steypumóta eigum við að (fræðilega) nota viðmiðunina H7 fyrir göt og  g6 fyrir teina (sjá töflu). 


Þess vegna myndi 5 mm teinn verða á bilinu 4.988 til 4.996 mm og gatið á bilinu 5.000 til 5.012 mm og bilið þess vegna í stærsta lagi 0.024.