Myndsetning sviðsmyndarinnar


Kerfi Creo hugbúnaðarins reiknar úr litina, áferðina, endurvarpi, háljósin, gegnsæið, skuggana ofl. á öllum flötum líkansins (að innan og utan á tillits til þess sem sést). En birtingin getur tekið langan tíma fyrir tölvuna jafnvel þó verið sé að vinna með einfalt líkan. Eftir því sem líkan þitt verður flóknara þá lengist þessi tími.

 

Prófaðu að myndsetja líkan með stillt á lægri gæði og minni upplausn þar til að ljósið, litirnir, myndavélin og svo frv. er eins og þú vilt hafa það og settu svo á full gæði. Myndsettu aðeins valið svæði í sviðsmyndinni til að íhuga smáatriði eins og skugga.

 

Þegar þú ert orðinn ánægður með uppsetningu myndsetningarinnar þá þarftu að vista myndaskrána sem gæti einfaldlega verið skjámynd en þá er ýtt skipunina Print Screen og myndin límd inn í myndvinnsluforrit og löguð til eða minnkuð. Fara skal í:

 

Render Setup Output > Render to > [myndaskráin].

 

Þessi möguleiki gerir myndsetninguna að myndaskrá.  Vera þarf viss um að endurskoða myndaskrána um leið þar sem hún getur verið mjög frábrugðin skjámyndinni. Einnig þarf að hugsa um stærð hennar.  Fara skal í:

 

Image Size Size > Custom

 

Athuga skal að stærra er ekki alltaf besta valið þó að það sé lokaáformið.