Áhrifaþættir
Herbergið, bakgrunnur eða umhverfið endurspeglast í líkaninu.
Leyfa skal bakgrunn (Background) til að skilgreina hvort bakgrunnsáhrifin hafa áhrif á myndina (sjá hér að neðan)
Dýpt svæðisins (Depth of Field) gefur möguleika á að gera forgrunninn óskýran. Stilla skal fjarlægðina í fókus með fókussleðanum (Focus). Sleðinn til að gera óskýrt (Blur sleðinn) skilgreinir hversu fljótt fókus bakgrunnsins (og forgrunnsins) afstillist frá skerpusvæðinu. Lágt númer þýðir óskýrt.
Bakgrunnurinn
Skilgreindu einn af eftirfarandi eiginleikum til að stilla bakgrunninn:
Skipunin Blend (blanda) er sjálfgefin stilling bakgrunnsins. Hún skilgreinir undirliggjandi mynd sem er sett saman af tveimur litum frá efsta til neðsta hluta myndarinnar. Smella skal á listaskalann í boxinu fyrir blöndun lita (Blended Color) og skilgreina blöndun litanna fyrir efsta og neðsta hlutann til að blanda þeim saman. Til að endursetja litablöndunina til fyrri stillingar er hakað við efsta eða neðsta hlutann í boxunum (Top eða Bottom).
Color (litur) – skilgreinir gegnheilan lit fyrir bakgrunninn með því að nota litastjórasamskiptaboxið (Color Editor).
Image (mynd) – skilgreinir mynd fyrir bakgrunninn. Smella skal á litaskalann og velja mynd úr opna samskiptaboxinu (Open dialog box). Boxið láta myndina passa (Fit) er hægt að velja ef þú velur mynd (Image) sem bakgrunn. Láta mynd passa (Fit Image) sem aðlagar myndina að myndsetningarglugganum.
Environment (umhverfið) – skilgreinir HDRi sem bakgrunninn. HDRi sem þú ert búinn að velja í síðu fyrir stillingar ljósanna. Þetta kemur fram í litaskalanum.
Til að breyta HDRI, þá þarf að smella á litaskalann og velja aðra HDRi undir Environment Light (ljós umhverfisins) á síðunni fyrir lýsinguna. Stilla skal sleðann til með því að draga að bakgrunnsmyndina. Athuga skal að líkanið verður að vera í fjarvíddarásýnd til að birta bakgrunninn sem umhverfi.