Útlit

Útlit eða myndsetning getur verið partur af samsetningu eða samsetningin sjálf:

§  Ef notaðir eru útlitsmöguleikar þá þá birtast þeir ekki þegar opnuð er partaskrá.

§  Myndsetningar útlits sem notaðar eru við samsetningar geta tekið yfir myndbirtingar hlutaskrárinnar.

Skrár í myndsetningarsafninu (Appearance Gallery)  eru opnaðar í gegnum myndsetningardálkinn  (Render) en aðgreint í þrjú svæði:  


My Appearances (útlitið mitt): áferðir sem þú bjóst til eða valdir

Model (líkan): áferðir sem voru nýlega notaðar fyrir líkanið

Library (safnið): gagnagrunnur með fyrirfram skilgreindum áferðum. Nota skal felligluggaörina til að nálgast ólík sett af áferðum.

Edit Model Appearances (vinna með útlitseinkenni líkans)

Appearances Manager (birtingarstjórinn): sama og Appearance
Gallery
 (útlitssafnið) er með fleiri stjórnunarmöguleika.


Að breyta útlitssetti líkans 

Fara í: útlitssafnið (Appearance Gallery) > Edit Model Appearance

Til að breyta útliti líkana í gegnum útlitsstjórann (Appearances Manager) verða þættir þess að vera staðsettir í listanum „útlit mitt“ (My Appearances). Annars þarf að velja að vinna með útlit (Edit Model Appearances) í gegnum útlitssafnið (Appearance Gallery) eða útlitsstjórann (Appearances Manager).

Allar myndsetningar munu innihalda litaskala og nokkrar grunnstillingar fyrir gæðastig myndsetningarinnar sem gera yfirborðið matt eða glansandi eða minnka endurvarpið. Flestar yfirborðsáferðirnar eru annars of glansandi og birtunni endurvarpað of mikið.

Í gegnum dálkinn „kortið“ (Map) er hægt að nálgast:  Holuvörpun (Bumpmap).


Holuvörpun  

Holuvörpun er tækni í tölvustuddri myndvinnslu sem fyrst var kynnt af James F. Blinn árið 1978 og er notuð til að líkja eftir ójöfnum og hrukkum á yfirborði hlutar. Þannig má skapa tilfinningu fyrir yfirborðsáferð. Birtu hvers pixels í sniðinu er breytt. Útkoman verður svipuð og þegar ljós skín á ákveðið sjónarhorn yfirborðsflatar.

 

Með þessari aðferð gerir CAD þrívíddarhugbúnaður kleift að skapa líkön með mjúku yfirborði þó að í raunveruleikanum séu fá efni með mjúkt yfirborði. Þetta þarf að hafa í huga við útlitshönnun í Creo. Það er einfaldlega hægt að gera tillögu að áferðinni með notkun myndaskrár en notkun hennar felur þó ekki í sér uppsetningu lýsingar í sviðsmynd líkansins heldur verður að nota holuvörpun sem er mun nákvæmari aðferð.

 

Margar skrár í útlitssafninu byggja á holuvörpun til að herma eftir áferðum. Þessar áferðir fela í sér marga ólíka möguleika þegar búið er að staðsetja þá í áferðasafninu (My Appearances) eða búið er að nota þær við myndsetningu líkansins. Þó að í áferðarstjóranum sé til staðar bæði ójafna, litaáferð og mynd til áprentunar þá má líka finna alla þessa eiginleika í Map dálknum.

 

Litaáferð (Colour Texture) – notaðu pixelgrundaða mynd fyrir öll yfirborð eða veldu yfirborð sem gefur til kynna áferð t.d. viðarvíindi, flísar og svo frv.

 

Mynd til áprentunar (Decal) – notaðu aðskilda bitmap mynd til að setja á yfirborð til þess að sýna lógó eða miða sem inniheldur fyrirmæli og svo framvegis.