Vinnuteikning af brauðbretti
Í þessu verkefni gerum við vinnuteikningu af honum.
Þegar þið eruð búin að horfa á skjámyndböndin skuluð þið svo teikna upp ykkar eigin form.
Gerðar eru vinnuteikningar af líkani til að þróa frekar form þess og útlit. Á sama tíma velktur hönnuðurinn eðli þess frekar fyrir sér og skoðar þætti í uppbyggingu þess svo sem stærðir einstakra hluta þess og staðsetningu hnita í rúmtaki þess.
Veitið athygli þáttum sem undirbyggja góða vinnuteikningu:
§ Velja þarf vinnuteikningu með sjónarhornum sem auðvelda frekari þróun líkansins
§ Láta þarf líkanið fylla út í skjalið með notkun eins stórs mælikvarða og framast er kostur
§ Birta skal aðeins annan helming speglaðra flata til að spara pláss
§ Nota skal sneiðinga til að sýna innra eðli líkansins
§ Athuga þarf að allar stærðir séu réttar og lausar við bjögun
§ Alltaf skal hafa í huga spurninguna: “Munu aðrir skilja eðli hönnunarinnar?“
§ Ekki á að byggja ferlið á sjálfgefnum viðmiðunum forritsins.